Hoppa yfir valmynd
3. mars 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu.

Elísabet er tilnefnd fyrir ljóðabókina Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett. Bókin fékk Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna. Guðbergur er tilnefndur fyrir bókina Þrír sneru aftur. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014.

Fulltrúar í dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hafa tilnefnt eftirtalin 14 verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016.

Danmörk

Legacy, ljóðabók eftir Klaus Høeck

Ming, ljóðabók eftir Bjørn Rasmussen

Samíska tungumálasvæðið

savkkuhan sávrri sániid (n. Utrættelige ord) ljóðabók eftir Sara Margrethe Oskal

Finnland

Graniittimies, skáldsaga eftir Sirpa Kähkönen

Maskrosgudens barn, skáldsaga eftir Sabine Forsblom

Færeyjar

Eg síggi teg betur í myrkri – Forspæl til ein gleðileik, skáldsaga eftir Carl Jóhan Jensen

Grænland

Zombiet Nunaat (d. Zombieland), smásagnasafn eftir Sørine Steenholdt

Ísland

Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett, ljóðabók eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur

Þrír sneru aftur, skáldsaga eftir Guðberg Bergsson

Noregur

De urolige, skáldsaga eftir Linn Ullmann

Historie om et ekteskap, skáldsga eftir Geir Gulliksen

Svíþjóð

Sånger och formler, ljóðabók eftir Katarina Frostenson

I varje ögonblick är vi fortfarande vid liv, skáldsaga eftir Tom Malmquist

Álandseyjar

Mirakelvattnet, skáldsaga eftir Carina Karlsson

Tilkynnt verður um verðlaunahafa og verðlaun og verðlaunafé (350 þúsund d.kr.) afhent þann 1. nóvember næstkomandi í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn í tengslum við Norðurlandaráðsþing.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum