Forsíðugreinar

Nýjar ritreglur

30.8.2016

Nýlega var birt auglýsing um íslenskar ritreglur, sem gilda um stafsetn­ingar­kennslu í skólum og útgefið efni á vegum hins opinbera.

Í auglýsingu um setningu íslenskra ritreglna kemur fram að mennta- og menningarmálaráðherra hafi 6. júní sl. gefið út íslenskar ritreglur, sem gilda um stafsetn­ingar­kennslu í skólum og útgefið efni á vegum hins opinbera.

Auglýsingin var birt með stoð í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, öðlaðist þegar gildi. Frá sama tíma féll úr gildi auglýsing um íslenska staf­setningu, nr. 132/1974, með síðari breytingum.

Íslenskar ritreglur

Til baka Senda grein