Hoppa yfir valmynd
1. desember 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntamálaráðherra undirritar samning við Listaháskóla Íslands

Mánudaginn 28. nóvember undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands rekstrarsamning milli skólans og ráðuneytisins.

Mánudaginn 28. nóvember undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands rekstrarsamning milli skólans og ráðuneytisins.

Samningurinn nær til kennslu í myndlist, leiklist, tónlist, hönnun og arkitektúr auk kennaranáms. Helstu nýjungar í samningum eru tvær nýjar námsbrautir við Leiklistardeild, Fræði og framkvæmd sem er þriggja ára B.A. nám í leiklist og svo eins árs diplóma í dansi. Ennfremur er þar ákvæði um uppbyggingu þekkingar á listasviðinu.

Námið í Fræði og framkvæmd er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt og er lögð áhersla á leiklist í sem víðustum skilningi. Námið í dansi er 30 eininga diplómanám sem er einingarbært til B.A. gráðu og unnið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. Almennt markmið námsins er að undirbúa hæfileikaríka dansnemendur af framhaldsstigi fyrir fjölbreytt starfssvið sem danslistamenn. Þessi fjölgun námsbrauta í Leiklistardeild boðar gjörbreytingu í leiklistarkennslu á háskólastigi á Íslandi.

Listaháskólinn skal vinna að uppbyggingu þekkingar á þeim listsviðum sem hann starfar á, skrá rannsóknir, uppfræða listafólk og vísindamenn á sviðum lista um uppbyggingu vísindasamfélags og leita tækifæra til nýrra verkefna og fjármögnunar rannsókna.

Fyrir undirskriftina stóðu nemendur í Listaháskólanum að innsetningu byggðri á ljóðinu Mansöngur eftir Bergsvein Birgisson og eftir að skrifað hafði verið undir dönsuðu nemendur skólans brot úr spunaverki.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum