Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2007 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga síðari hluta árs 2007

Ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að veita 100 millj. kr. til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga síðari hluta árs 2007. Styrkir til námskeiðahalds verða auglýstir á næstunni og verða styrkveitingar með svipuðu sniði og sl. vor þegar ákveðið var að úthluta 90 millj. kr. til þessa viðfangsefnis.

Ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að veita 100 millj. kr. til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga síðari hluta árs 2007. Styrkir til námskeiðahalds verða auglýstir á næstunni og verða styrkveitingar með svipuðu sniði og sl. vor þegar ákveðið var að úthluta 90 millj. kr. til þessa viðfangsefnis.

Ráðuneytið auglýsti í janúar styrki til námskeiða í íslensku sem haldin voru fyrri hluta ársins 2007. Alls sóttu yfir 70 fræðsluaðilar og fyrirtæki um ríflega 144 millj. kr. til að halda námskeið fyrir rúmlega 4.600 útlendinga. Veittir voru 60 styrkir til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur. Ekki reyndist unnt að koma til móts við ýtrustu óskir umsækjenda.

Athygli vakti við fyrri úthlutun þessa árs hversu mikill áhugi er á íslenskukennslu hjá útlendingum og fyrirtækjum eins og glöggt kom fram í fjölda umsókna. Umsækjendur voru undantekningarlítið hæfir kennsluaðilar sem stóðust kröfur um aðstöðu, námsgögn og menntun kennara.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum