Hoppa yfir valmynd
5. maí 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til iðntæknináms í Japan

Stjórnvöld í Japan hyggjast veita einum íslenskum ríkisborgara styrk til náms í iðntæknigrein.

Stjórnvöld í Japan hyggjast veita einum íslenskum ríkisborgara styrk til náms í iðntæknigrein. Umsækjendur þurfa að vera fæddir á tímabilinu frá 2. apríl 1989 til 1. apríl 1994 og hafa útskrifast úr framhaldsskóla fyrir mars 2011. Styrkþegar fá eins árs undirbúningskennslu í japönsku, sem er innifalin í styrknum.

MEXT menntamálaráðuneyti Japans mun greiða flugferðir fram og til baka, skólagjöld og námsstyrk til þriggja ára frá og með apríl 2011.
Samkvæmt fjárhagsárinu 2010 verða mánaðarlegar styrkgreiðslur 125.000 yen. Upphæðir kunna að vera breytilegar.

Námsleiðir sem koma meðal annars til greina eru:

  • Tækni
  • Heilsu- og næringarfræði
  • Menntun og velferð
  • Viðskipti
  • Tíska og heimilisfræði
  • Menningar- og kennslufræði
  • Annað

Umsækjendur þurfa að vera við góða heilsu og kunna eitthvað í japönsku eða vera tilbúnir að leggja sig fram við að læra málið. Ætlast er til að styrkþegar verði komnir til Japans á tímabilinu 1. - 7. apríl 2011.

Sendiráð Japans á Íslandi mun fara yfir umsóknir. Lokaákvörðun um styrkþega verður tekin af MEXT menntamálaráðurneyti Japans.

  • Umsóknir þurfa að berast sendiráði Japans eigi síðar en 25. júní 2010.

Þeir umsækjendur sem koma til greina þurfa að þreyta próf í ensku, stærðfræði og japönsku. Jafnframt verða þeir boðaðir í viðtal í sendiráðið í júlí 2010.

Umsóknareyðublöð og frekari leiðbeiningar má nálgast á vefsíðunni: http://www.studyjapan.go.jp/en/toj/toj0307e.html - 1 Vinsamlegast lesið greinina “Special training college students”.


Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá:

Sendiráði Japans á Íslandi

  • Laugavegi 182, 105 Reykjavík
  • Sími: 510 8600
  • Fax : 510 8605
  • Tölvupóstur: [email protected]


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum