Hoppa yfir valmynd
8. september 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stuðningur ríkisins við málefni íslenska hestsins

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti hafa gert úttekt á stuðningi ríkisins og umgjörð stjórnsýslu tengdri íslenska hestinum. Úttektin felur einnig í sér kortlagningu á hagsmunum, félagsstarfi og útlistun á ýmsum álitamálum sem tengjast íslenska hestinum.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti hafa gert úttekt á stuðningi ríkisins og umgjörð stjórnsýslu tengdri íslenska hestinum. Úttektin felur einnig í sér kortlagningu á hagsmunum, félagsstarfi og útlistun á ýmsum álitamálum sem tengjast íslenska hestinum. Niðurstöðu úttektarinnar er ætlað að vera grundvöllur umræðu þeirra aðila sem koma að málefnum íslenska hestsins um stefnu og sýn til framtíðar.

Árið 2010 námu fjárframlög ríkisins við málefni tengd íslenska hestinum samtals 405 m.kr. Um helmingur framlaga ríkisins árið 2010 fóru til menntunar og rannsókna tengdum íslenska hestinum, eða samtals 206 m.kr. Sama ár fóru 177 m.kr. til ræktunar og aðstöðu, svo sem reiðhalla og reiðvega, en 22 m.kr. til íþrótta- og tómstundarstarfsemi tengdri íslenska hestinum.

Úttektin leiðir í ljós að hagsmunir af starfsemi í kringum íslenska hestinn liggja víða og eru hagrænir og viðskiptalegir hagsmunir umtalsverðir. Þá er ítarleg umfjöllun um helstu stofnanir og verkefni sem mynda heildarkerfi hestamennskunnar hér á landi auk þess sem fjallað er um íslenska hestinn í alþjóðlegu samhengi.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum