Dagur íslenskrar tungu
  • dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur. Hinn 16. nóvember skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, sbr. 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma nr. 5/1991 . Einnig fer vel á því að aðrir dragi íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir í mennta- og menningarmálaráðuneyti, sími 5459500, aslaug.dora.eyjolfsdottir@mrn.is


Dagur_islenskrar_tungu


Tungan og netið
Málræktarþing Íslenskrar málnefndar 15. nóvember 2016, 
kl. 15.30–17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns 

 
15.30   Setning og ávarp forseta Íslands
15.35   Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2016
15.40   Ari Páll Kristinsson: Málið punktur is! Fræðsla og leiðbeiningar um íslenskt mál á vef Árnastofnunar
15.50   Aðalsteinn J. Magnússon og Ingólfur Kristjánsson: Nýir vegir – Stutt kynning á fjórum íslenskum vefsíðum
16.00   Þórdís Gísladóttir: Bókablogg og niðurhal: hvernig netið auðgar íslenskuna
16.10   Alec Shaw: Virkjun tungunnar: aðgengileg og sveigjanleg tæki
16.20   Örn Hrafnkelsson: Netveitur Landsbókasafns: breytir stafrænn aðgangur einhverju?
16.30   Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar
 
16.40   Kaffiveitingar

Tungan-og-netid

Ýmsir viðburðir á degi íslenskrar tungu 2016:

 

  • Bókasafn Seltjarnarness

Í tilefni af degi íslenskrar tungu býður Bókasafn Seltjarnarness upp á tvo viðburði sem tengjast báðir nýútkomnum bókum:

Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 18 les verkfræðingurinn og læknaneminn Hildur Sif Thorarensen úr fyrstu skáldsögu sinni Einfari sem byggir á nýlegum, sannsögulegum heimildum um franska stúlku af kaþólskum ættum sem taldi sér trú um að hún væri vampíra.

009
Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 18
  verður Guðmundur Sæmundsson doktor og aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands gestur Bókasafnsins en hann les úr ljóðabók sinni Í sjöunda himni býr sólin - Ljóð um ástina. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar en hann hefur áður gefið út þýðingar sínar á ljóðum Hó Chí-Mínhs, Maós Tse-túngs og Leonard Cohens, auk ýmissa bóka um aðskiljanlegustu efni.

  • Safnahúsið í Vestmannaeyjum

Logo-vmbaejar

 

Í samstarfi Safnahúss og Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður haldin kynning í Einarsstofu í Safnahúsi á tímariti sem ber heitið Stuðlaberg og er helgað hefðbundinni ljóðlist. Ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Dagskráin hefst kl. 17.15 á degi íslenskrar tungu 16. nóvember.

 
Stuðlaberg kom fyrst út árið 2012 og hefur eftir það komið út tvisvar á ári, haust og vor. Í ritinu er fjallað um allt sem lýtur að bragfræði. Þar birtist jafnan mikið af vel gerðum og skemmtilegum vísum auk þess sem fjallað er um höfunda og oft er rakin sagan sem liggur að baki vísunni. Birtar eru greinar um bragfræðileg efni. Þær eru stuttar og reynt að gera efnið ekki flókið enda kemur fram í ritinu að ritstjóri telur bragfræði minna á sterkt kaffi; það er gott í smáum skömmtum en ekki æskilegt að drekka mikið af því í einu.
 
Ragnar Ingi mun kynna ritið og lesa valda kafla af efni þess undanfarin ár. Kynningin  verður á léttu nótunum. Lesið verður upp úr ritinu og auk þess mun Ragnar Ingi, sem er vel heima í vísnagerð og hefur kynnt sér þann geira menningarinnar nokkuð vel, flytja ýmislegt skemmtiefni tengt vísnagerð og kveðskap almennt.
 
Dagur íslenskrar tungu skipar auk þess sérstakan sess í hugum Vestmannaeyinga þar sem hann er fæðingardagur Oddgeirs Kristjánssonar. Af þeim sökum mun Jarl Sigurgeirsson mæta á dagskrána og flytja og kynna nokkur valin Eyjalög Oddgeirs.
 
Að lokum gefst öllum skúffuskáldum í Vestmannaeyjum tækifæri til að kynna efni sitt með stuttri en snarpri innkomu.
 

  • Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

1_logo

 Dagskrá á sal í löngu frímínútum 16. nóvember á degi íslenskrar tungu

• Jónasar Hallgrímssonar minnst:

• Kór Flensborgarskólans syngur. Smávinir fagrir eftir Jónas Hallgrímsson.

• Fulltrúar frá Mími, félagi íslenskunema við Háskóla Íslands, kynna íslenskudeildina.

• Kött Grá Pjé stígur á stokk.

• Þór Freysson les upp úr bók sinni Hermaður í hádeginu á bókasafninu.

Tímaáætlun rúmur hálftími. Best væri að fá kennara til að fylgja nemendum á sal um kl. 10:20.

  • Sendiráð Íslands í Osló

Sendiráðið í Osló verður með nokkrar beinar útsendingar á facebook-síðu þess á degi íslenskrar tungu. Gerður Kristný skáld, Mímir Kristjánsson og Mette Karlsvik eru meðal þeirra sem koma fram. Fyrsta útsending hefst kl. 12 norskum tíma og sú síðasta verður kl 16:30. Facebooksíða sendiráðsins

  • Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands

Hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu. Dagskráin stendur yfir frá klukkan 17:00 til 19:00 í stofu 311 í Árnagarði.

Erindi:
- Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir les upp úr ljóðabók sinni, Skýjafari, og fjallar um sköpunarferlið
- Birgitta Guðmundsdóttir og Olga Margrét Cilia – Skiljanlegt lagamál? Rannsókn á skilningi almennings á lagamáli
- Fulltrúar frá Huldumáli, félagi nemenda í íslensku sem öðru máli, kynna námið og félagsstarfið
- Jóhannes Benediktsson og Reynir Hjálmarsson, skraflnördar. Eru E-in of mörg? Endurmat á gildum og fjölda stafa í íslensku skrafli
- Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson – Rannsókn um stafrænt málsambýli
- Jón Hilmar Jónsson og Bjarki Karlsson – Hvernig er þetta orðað? Kynning á íslensku orðaneti sem opnað var fyrr í haust
- Sönghópurinn Barbari – Tónlistaratriði
Allir velkomnir! Léttar kaffiveitingar verða í boði.
 


 

Til baka Senda grein