Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu 2011

Dagur íslenskrar tungu 2011

Síðastliðin ár hefur skapast sú hefð að mennta-og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í einu ákveðnu sveitarfélagi á degi íslenskrar tungu. Hátíðardagskrá og afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls er einnig haldin í því sveitarfélagi. Í ár verður Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík.

Atburðir á degi íslenskrar tungu:

Á höfuðborgasvæðinu

 • Dagskrá ráðherra 16. nóvember


  09:00 – 10:00      Heimsókn í Fellaskóla, Norðurfelli 17 – 19, samkoma barna og eldri borgara

  10:00 – 11:00      Fellaskóli skoðaður, áhersla á íslensku sem annað mál og kennslu innflytjenda

  11:10 – 12:00      Heimsókn í Fellaborg, Völvufelli 9, áhersla á íslensku sem annað mál og starf með börnum af
                                 erlendum uppruna

  12:10 – 12:30      Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Austurbergi 5, matur

  12:30 – 13:30      Skoðunarferð um fjölbrautaskólann, sérstök áhersla á innflytjendabraut. 

  13:40 – 14:20      Heimsókn í Frístundaheimili Hólabrekkuskóla  6955139 Andri

  14:30 – 15:30      Heimsókn í leikskólann Sólborg, Vesturhlíð 1, sérstök áhersla á táknmál

  16:00                   Norræna húsið, opnun ISLEX

  17:00                   Hátíðardagskrá í Gerðubergi

   

 • Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í Gerðubergi

  Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, verður hátíðardagskrá þar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2011.
  Dagskráin verður í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5 , 111 Reykjavík kl. 17-18. Allir eru velkomnir.


  Dagskrá:

  • Nemar úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar leika.
  • Upplestur, Vala Steingrímsdóttir, nemandi í Ölduselsskóla.
  • Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Viðurkenning á degi íslenskrar tungu.
  • Nemar úr Tónskóla Sigursveins.
  •  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent.
  •  Ávarp verðlaunahafa.
  •  Upplestur, Starri Snær Valdimarsson, nemandi í Breiðholtsskóla
  •  Dagskrárslit   -  Veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis.
 • Íslensk-skandinavísk veforðabók opnuð

  Íslensk-skandínavíska veforðabókin ISLEX verður opnuð við hátíðlega athöfn á degi íslenskrar tungu í Norræna húsinu, klukkan 16.-16.30. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Dagskrá 
  • Vakin er athygli á ráðstefnu fyrr um daginn á vegum ISLEX sem hefst klukkan eitt á sama stað.
 • Með íslenska tungu á vör - Maraþonlestur í Ársafni


  Upphlutur, heimabakaðir ástarpungar og íslensk tunga setja svip á daginn í Ársafni Borgarbókasafns. Safnið er opið kl. 11-18. Gestum er boðið að lesa úr sínum uppáhalds bókum. Því er viðbúið að lesefnið verði mjög fjölbreytt og lesið verði úr ævisögum, ljóðum, skáldsögum, ævintýrum, matreiðslubókum, hestabókum, ferðabókum o. s. frv.  Starfsfólk safnsins hvetur alla til að koma og velja sér þær bækur sem höfða til þeirra úr hillunum. Lesandinn ræður svo hvort hann les í fimm eða tíu mínútur, eða jafnvel lengur. 
 • Æska í ólestri – mál okkar allra 

  Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar laugardaginn 12. nóvember í tilefni dags íslenskrar tungu 16. nóvember. Þingið fer fram í Skriðu, sal Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð (gengið inn frá Háteigsvegi) kl. 11.00–14.00. Dagskrá.

 • Jónasarvaka 2011 í Þjóðmenningarhúsinu

  Grunnskólabörn lesa sjálfvalin ljóð Jónasar

  Árleg Jónasarvaka verður í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu miðvikudag 16. nóvember n.k. 17.15. Að vökunni standa Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Þjóðmenningarhúsið.

  Markús Örn Antonsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhússins, setur vökuna og býður gesti velkomna. Börn úr grunnskólum höfuðborgarsvæðisins lesa sjálfvalin ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og gera grein fyrir valin sínu og kynnum af Jónasi. Einar Clausen tenór syngur lög við ljóð Jónasar. Tryggvi Gíslason, formaður Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal, kynnir. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir.

 • Efnt til íslenskuverðlauna fyrir reykvísk skólabörn

  Íslenskuverðlaun skóla- og frístundaráðs verða að vanda afhent á degi íslenskrar tungu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Markmið íslenskuverðlauna menntaráðs er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Grunnskólanemar sem taka við verðlaunum hafa skarað fram úr á ýmsa vegu, í lestrarfærni, skapandi skrifum, ljóðsmíðum og framsögn. Nokkrir þeirra eiga annað móðurmál en íslensku en hafa sýnt miklar framfarir í íslenskunámi og tjáningu. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

 • Söngveisla á degi íslenskrar tungu

  Íslenski Sönglistahópurinn býður til söngveislu í IÐNÓ á degi íslenskrar tungu sem er tileinkuð ljóðskáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Guðmundssyni. Fjöldi tónskálda hefur í gengum tíðina samið sönglög við mörg af þekktustu ljóðum þessara ástsælu ljóðskálda.  Á dagskránni eru sönglög eftir Sigfús Halldórsson, Inga T. Lárusson, Páll Ísólfsson og Jón Nordal sem og íslensk þjóðlög.  Þeir sem koma fram eru: Hlöðver Sigurðsson tenór, Þórunn Marinósdóttir sópran, Svanur Valgeirsson tenór, Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran, Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran, Eygló Rúnarsdóttir mezzósópran, Sæberg Sigurðsson baritón, Magnús Guðmundsson bassi og Þórunn Sigþórsdóttir sópran. Renata Ivan leikur með á píanó. Leikstjórn: Þórunn Sigþórsdóttir. Tónlistarstjórn: Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. Söngveislan hefst kl. 20, aðgangseyrir er 2.000 kr.


  Grunnskólar - Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum

  Stóra upplestrarkeppnin fer nú af stað í 16. sinn og hefst formlega á degi íslenskrar tungu; eldri börnin koma í bekki yngri barna og lesa upp sögur og ljóð; verðlaunahafar úr upplestrarkeppni síðasta árs lesa.

 • Hver var Jónas

  Heimildamyndin Hver var Jónas verður sýnd í The Cinema, Geirsgötu 7b, við Reykjavíkurhöfn á degi íslenskrar tungu.Í myndinni er leitast við, á lifandi og léttan hátt að varpa ljósi á hinar mörgu hliðar Jónasar og því sem hann áorkaði á sinni skömmu ævi – ekki síst er leitast við að varpa ljósi á þann mann sem Jónas hafði að geyma.  Sýningin hefst klukkan 15 og er ókeypis aðgangur.

 • Lesið úr verkum Jakobs Thorarensen

  Félagar úr Bókmenntaklúbbi Hana–nú lesa úr verkum skáldsins Jakobs Thorarensen á degi íslenskrar tungu kl. 16-17 í Kórnum, á 1. hæð Bókasafns Kópavogs. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, kaffi og kleinur.

 • Hátíðardagskrá Mímis

  Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, býður upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins. Fjallað verður um Chomsky og samskiptin, samhverfubragfræði, ritlist sem kennslugrein og hina nýendurútgefnu bók Angantý; sögu um forboðnar ástir sem olli uppnámi. Auk þess munu Vigdís Grímsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verkum sínum. Dagskráin hefst klukkan 17 í stofu 301 í Árnagarði við Suðurgötu og er fundarstjórn í höndum Tinnu Jóhönnu Magnusson. Léttar veitingar verða í boði og eru allir velkomnir. Dagskrá

 • Lestrarhestur Arion banka verðlaunaður

  Lestrarviku Arion banka og Disney lauk mánudaginn 14. nóvember. Markmið Lestrarvikunnar var að hvetja krakka á öllum aldri til að vera duglegir að lesa sér til skemmtunar. Hægt var að skrá sig til leiks á vef Arion banka.
  Ekki skipti máli hvað var lesið; skáldsögur, teiknimyndasögur, skólabækur, Andrés blöð eða annað skemmtilegt lesefni, allt taldist með. Alla daga á meðan á lestrarvikunni stóð var dreginn út vinningshafi dagsins en að vikunni lokinni voru dregin út nöfn yfir 100 þátttakenda sem m.a. fengu Disney kökubókina, Disney áskriftir og fleira í verðlaun.
  Á degi íslenskrar tungu verða vinningshöfum afhend verðlaunin og Lestrarhestur Arion banka valinn úr hópi þátttakenda. Auk þess munu allir þátttakendur lestrarvikunnar fá send til sín viðurkenningarskjöl og Andrésblað.
   

Á Akureyri 

 • Samkoma í Háskólanum á Akureyri - allir velkomnir

  Dagskráin á að höfða höfða til grunnskólabarna/kennara/foreldra/nemenda og starfsfólks HA og almennings. Ókeypis aðgangur.

  Í tilefni af degi íslenskrar tungu verður samkoma í hátíðarsal Háskólans á Akureyri milli kl. 17 og 18.30 þann dag. Háskólinn og Menningarfélagið Hraun í Öxnadal standa að henni saman. Dagskráin verður tileinkuð ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Börn úr grunnskólum á Akureyri og í nærsveitum flytja ljóð eftir Jónas og gera grein fyrir þeim. Upplestur og söngur. Guðmundur Engilbertsson sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar í HA flytur segir frá niðurstöðum rannsóknar á lestrarvenjum barna í fjórum löndum Evrópu en HA tók þátt í þeirri rannsókn. Söngatriði og fjöldasöngur. Dagskrá

Grunnskólar

 • Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum

  Stóra upplestrarkeppnin fer nú af stað í 16. sinn og hefst formlega á degi íslenskrar tungu; eldri börnin koma í bekki yngri barna og lesa upp sögur og ljóð; verðlaunahafar úr upplestrarkeppni síðasta árs lesa

 • Fleiri viðburðir birtast hér þegar nær dregur.
Til baka Senda grein