Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð

11.5.2012

Árið 2011 vann mennta- og menningarmálaráðuneytið vann tilraunaefni í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð í samráði við fjármálaráðuneytið. Verkefnið fólst í að safna, greina og birta upplýsingar um fjölda umsókna og úthlutana listamannalauna á síðustu þremur árum. Kyngreindum upplýsingum var safnað um fjölda umsókna í hverjum sjóði, úthlutanir úr sjóðunum, skiptingu úthlutunar eftir lengd starfslauna og heildarfjárhæðum. Einnig var upplýsingum safnað um stjórnir úthlutunarnefnda.
Markmið tilraunaverkefnisins var að draga ofangreindar upplýsingar fram og skoða þær nánar til þess að sjá hvernig fjármunum  hefur verið skipt á milli kvenna og karla. Í framhaldinu verður metið hvort mismunur sé á milli úthlutana til kvenna og karla, hvort ástæða þyki til að rýna betur ofan í einstaka þætti og hvort leggja þurfi til breytingar eða ekki svo jafnréttismarkmið verkefnisins náist sem er að stuðla að því að konur og karlar njóti sömu tækifæra til að fá listamannalaun.

Lokaskýrsla um um styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði

27.1.2015

Verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð fjallaði um
styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði.

Áhersla var lögð á að kyngreina starfsemi, sókn og úthlutanir opinberra samkeppnissjóða 2009 - 2014. Eftirtaldir sjóðir voru greindir: AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Átak til atvinnusköpunar, Fornminjasjóður, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Innviðasjóður, Markáætlun á sviði vísinda og tækni, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Orkusjóður, Rannsóknarnámssjóður, Rannsóknasjóður, Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna, Tækniþróunarsjóður og Verkefnasjóður sjávarútvegsins.

Úttektin leiddi í ljós að bæta þarf söfnun kyngreinanlegra upplýsinga um sjóðina og aðgengi að þeim.
Kynjaskipting í fagráðum hefur færst í átt til meiri jöfnuðar en þarf enn að bæta
. Konur eru í
minnihluta umsækjenda en almennt séð bendir úttektin ekki til þess að kyn hafi áhrif á úthlutanir.
í
nokkrum sjóðum var þó árangurshlutfall kvenna nokkuð lægra en karla
. Þar sem að konur voru í
minnihluta styrkþega var hlutdeild þeirra af úthlutuðu fjármagni lægra en karla. Verkefnið hefur

skilað þeim ávinningi að aðgengi að kyngreinanlegum upplýsingum um sjóðina hefur batnað og

vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi jafnréttismarkmiða fyrir þá. Sjá nánar í skýrslunni.

Lokaskýrsla

Áfangaskýrsla I

Áfangaskýrsla II

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð
Til baka Senda grein