Framhaldsskólar

Undanþága vegna lausráðningar starfsmanns í framhaldsskóla


Ef skólameistari vill ráða til kennslu einstakling (leiðbeinanda) sem ekki er framhaldsskólakennari verður að sækja um undanþágu fyrir hann ef kennslan nemur meira en sex kennslustundum á viku.  Í reglugerð um störf og starfshætti undanþágunefndar framhaldsskóla nr. 669/2010 segir: ,,Undanþágunefnd framhaldsskóla metur umsóknir skólameistara um heimild til þess að lausráða til kennslu- og stjórnunarstarfa starfsmann sem ekki hefur leyfi mennta- og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari".


Undanþágunefnd framhaldsskóla er flutt til Menntamálastofnunar

Upplýsingar veitir Kristrún Birgisdóttir, netfang: kristrun.birgisdottir@mms.is

---------------------------------------------------------------------------------------

Leiðbeiningar um ráðningu leiðbeinenda til kennslu í framhaldsskólum

Forgangur framhaldsskólakennara

Í lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 87/2008, segir að til þess að vera ráðinn til kennslu í framhaldsskóla skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari, þ.e. fengið útgefið leyfisbréf.

Skylda til að sækja um undanþágur fyrir leiðbeinendur

Ef skólameistari vill ráða til kennslu einstakling (leiðbeinanda) sem ekki er framhaldsskólakennari verður hann að sækja um undanþágu fyrir hann ef kennslan nemur meira en 6 kennslustundum á viku. Umsókn um undanþágu skal senda undanþágunefnd framhaldsskóla sérstöku eyðublaði. Unnt er að fylla umsóknina út á vefnum en það verður svo að prenta, undirrita og senda nefndinni ásamt nauðsynlegum gögnum til Námsmatsstofnunar, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík.

Kröfur um upplýsingar með umsókn

Til að tryggja skjóta meðferð umsókna er áríðandi að til þeirra sé vandað og að upplýsingar og gögn sem krafist er á umsóknareyðublaði (og ekki eru þegar fyrirliggjandi í ráðuneytinu) fylgi. Skortur á upplýsingum tefur afgreiðslu. Með umsóknum á að fylgja listi yfir alla umsækjendur um þá kennslu sem umsókn tekur til, menntun þeirra svo og hvort þeir hafi kennsluréttindi eður ei.  Sé umsækjandi aðeins einn skal það staðfest til að taka af allan vafa. 

Reglugerð setur skilyrði og kröfur um afgreiðslu undanþágunefndar

Í reglugerð um störf og starfshætti undanþágunefndar framhaldsskóla, nr. 669/2010, er að finna öll þau skilyrði og kröfur sem gera verður til umsókna um undanþágur svo nefndin geti samþykkt þær.  

Hvað ef skóli vill ráða leiðbeinanda þrátt fyrir umsókn frá réttindakennara?

Skilyrði þess að undanþágunefnd fjalli um ósk skólameistara til að ráða leiðbeinanda í stað framhaldsskólakennara er að hvorki skólameistari né a.m.k. tveir skólanefndarmenn geti mælt með ráðningu framhaldsskólakennarans.  Greinargerð þeirra um ástæður þess að taka umsókn frá leiðbeinanda fram yfir umsókn framhaldskólakennara verður að fylgja umsókninni. Áríðandi er því að vandað sé til þess rökstuðnings.       

Auglýsingaskylda og endurteknar auglýsingar

Forsenda þess að undanþágunefnd megi afgreiða umsókn er að auglýsing um viðkomandi kennslu hafi verið birt a.m.k. tvisvar. Krafa er þó ekki gerð um endurtekna auglýsingu ef leiðbeinandi er í kennsluréttindanámi.   Sjá nánar í almennum reglum um auglýsingu opinberra starfa 

Fyrirvari og afgreiðslur

Æskilegt er að umsóknir berist nefndinni með góðum fyrirvara fyrir upphaf kennslu. Undanþágunefndin afgreiðir umsóknir eins fljótt og verða má og hefur skv. reglugerð að hámarki þrjár vikur til að afgreiða umsóknir sem ekki kalla á frekari gagnaöflun eða umsagnir.

Ársskýrslur undanþágunefndar framhaldsskóla