Styrkir - Grunnskólar

Undanþága vegna lausráðningar starfsmanns í grunnskóla

Undanþágunefnd grunnskóla metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi menntamálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla sbr. 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Umsýsla undanþágunefndar grunnskóla er flutt til Menntamálastofnunar. 


  1. Ljósrit af auglýsingu.
  2. Gögn um menntun, kennsluferil og starfsreynslu þess sem óskað er að ráða ásamt umsögnum um starfshæfni.
  3. Rökstuðningur skólastjóra og skólanefndar ef umsækjandi án réttinda er tekinn fram yfir umsækjanda með leyfisbréf á grunnskólastigi.
  4. Ef óskað er eftir endurráðningu starfsmann sem er í kennsluréttindanámi skal fylgja staðfesting á kennsluréttindanámi og áætlun um námsframvindu.

Ársskýrslur undanþágunefndar grunnskóla