Aðalnámskrá grunnskóla

Námskrár

Aðalnámskrá fyrir grunnskóla

aðalnámskrá grunnskóla
Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum. Aðalnámskrá er ætluð stjórnendum, skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum, foreldrum þeirra, opinberum stofnunum, félagasamtökum, aðilum atvinnulífsins og almenningi upplýsingar um tilgang og starfsemi skóla.


Nr. 894/2016                                                                                                                                   28. október 2016

AUGLÝSING

um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla.

1. gr.

Með vísan til 24. og 25. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með eftirfarandi breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviða með aðalnámskrá grunnskóla:

Í stað kafla 9.10 Brautskráning úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið í aðalnámskrá grunnskóla, sbr. auglýsingu nr. 760/2011, kemur nýr kafli með sama heiti, sem birtur er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

2. gr.

Auglýsing þessi öðlast þegar gildi.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 28. október 2016.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.


Auglýsing með fylgiskjali