Hoppa yfir valmynd
9. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Göngum í skólann verkefnið 2014 að hefjast

Göngum í skólann

Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann var fyrst haldið hér á landi árið 2007 en það á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1976 er Danir hleyptu af stokkunum verkefninu Öruggari leið í skólann til að stemma stigu við umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Ísland tekur nú þátt í áttunda skipti í verkefninu.  Á alþjóðavísu er Göngum í skólann verkefnið í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 3. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði. Það hefst miðvikudaginn 10. september og lýkur með alþjóðlega Göngum í skólann deginum 8. október nk. 


Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Um leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.  Þá er hvatt til þess að nemendur fái kennslu um öryggi á göngu og á hjóli. Annað markmið er að draga úr umferð við skóla, þ.e. umferðarþunga, mengun og hraðakstri og stuðla þannig að betra og hreinna loft ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfum. Þá er einnig ætlunin að stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli standa að verkefninu.

Göngum í skólann - kynningarbréf

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum